Hvers vegna er húðflúr synd?

„En forðist allt illt í hvaða mynd sem er“ (1Þess 5, 22).
Í fornum menningarheimi Grikkja og Rómverja var húðflúr talið svívirðilegt, þar sem það var sett á þræla. Það var einnig algeng refsing fanga. Biblían ræðir á ýmsum stöðum um manns líkamann, sem er óaðskiljanlegur frá sál mannsins. Í ljósi Guðs orðs er húðflúr birtingarmynd sjálfslimlestingar líkamans. Jesús sagði: „Þið villist því að þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs“ (Matt 22, 29). Hér eru nokkur textabrot um húðflúr. 

Stundum ákveður fólk að fá sér húðflúr vegna einhvers atburðar í lífi fjölskyldunnar, til dæmis: við fæðingu barns, dauða föður, o.s.frv. „Þið skuluð hvorki rista sár í húð ykkar vegna látins manns né láta húðflúra tákn á ykkur. Ég er Drottinn” (3Mós 19, 28). – Húðflúrun er brot á líkamlegum heilindum.

1Kor 3, 16-17 – Líkaminn er ekki okkar, heldur Guðs.
„Vitið þið eigi að þið eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í ykkur? Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt og þið eruð það musteri.”
(Þetta er eins og einhver tæki sér fyrir hendur að úða málningu á veggi kirkjunnar – það væri tákn um vanhelgun hennar.)

Opb 14, 9-10 – Húðflúrun af djöfladýrkunar tákn eyðileggur sambandið við Guð. 
„Á eftir þeim kom þriðji engillinn og sagði hárri röddu: „Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og lætur setja merki þess á enni sér eða hönd, þá skal hann fá að drekka óblandað vín af reiðiskálum Guðs og hann mun verða kvalinn í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins.”

Ýmiss konar hörundsflúr getur borið vott um að viðkomandi tilheyra Satan (eldur, tungl, úlfur, dreki, o.s.frv.).
1Kor 10, 21 – „Ekki getið þið drukkið bikar Drottins og bikar illra anda. Ekki getið þið tekið þátt í borðhaldi Drottins og borðhaldi illra anda.”
2Kor 6, 16 – „Hvernig getur musteri Guðs þolað skurðgoð?”

2Kor 6, 16b-18 – Trúin ætti að vera merki þeirra sem tilheyra Guði (t.d. minnispeningur með Maríu mey). 
„Við erum musteri lifanda Guðs eins og Guð hefur sagt: Ég mun búa meðal þeirra og dveljast hjá þeim og ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera lýður minn. Þess vegna segir Drottinn: Farið burt frá þeim og skiljið ykkur frá þeim. Snertið ekki neitt óhreint og ég mun taka ykkur að mér og ég mun vera ykkur faðir og þið munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur.”

2Mós 20, 7 – Hinn trúaði ætti ekki heldur að gera húðflúr með helgum táknum, né neinu öðru (sjá hér að framan).
„Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt sem leggur nafn hans við hégóma”.

Matteusarguðspjall 5, 17-19

Strax í fyrstu prédikun sinni í Sixtínsku kapellunni sagði Frans páfi, og vitnaði þar í Leon Bloy: „Sá sem ekki biður til Guð, biður til djöfulsins“. Sumir kristnir guðfræðingar vitna í vörn þrældómsins hjá heilögum Páli og eru þeirrar skoðunar að ákveðnum fyrirmælum Biblíunni sé hægt að breyta vegna breyttra aðstæðna í lífinu. Á þennan hátt útskýra þeir til dæmis prestdæmi kvenna (1Kor 14, 34-35; Post 8, 18-23), hjónaband samkynhneigðra (3Mós 18, 22; 3Mós 20, 13; Róm 1, 27; 1Kor 6, 9; 3, 1Tím 1, 10), getnaðarvarnir (1Mós 1, 28; 1Mós 9, 1. 7.), fóstureyðingar eða líknardráp (1Jóh 3, 15). En heilagur Páll var ekki samþykkur ánauð og gefur þeim sem lifa við slíkar aðstæður hagnýtar leiðbeiningar (1Kor 12, 13; Ef 6, 5; Kól 3, 22; 1Tím 6, 1; Tít 2, 9; 1Pét 2, 18). 
„Enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér“ – segir heilagur Pétur (2Pét 1, 20). Jesús útskýrir þetta svo: „Þannig látið þið erfikenning ykkar, sem þið fylgið, ógilda orð Guðs“ (Mrk 7, 13). Og orð guðspjallsins í dag eru þessi: „Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki“ (Matt 5, 19). Þessi skuldbinding á ekki bara við um guðfræðinga og hina stóru í þessum heimi, heldur einnig kristna menn sem sýna mikla fáfræði í þekkingunni á Orði Guðs með því að hafna helstu boðorðum Guðs (2Mós 20, 2-17).

Syndin

Lk 7, 36-50
Syndin – þetta óþægilega efni sem engum líkar við, enda slæm hugmynd. Syndin er ekki til – þetta er mesta sigur Satans í heimi nútímans. Það eru aðeins til geðræn vandamál, þunglyndi, óháðar langanir og áskapaðar tilhneigingar og biðraðir hjá geðlæknum. Í dag er til fjöldinn allur af kristnum mönnum sem telur sig heilbrigðan en eru í raun alvarlega veikur. Hjá syndugu konunni birtist þörf hennar fyrir lækningu. Hún skammast sín ekki fyrir að tjá ást sína á Jesú. Segjum bara eins og hún: Jesús, ég þarfnast lækningar þinnar. Ég þarf ekki að fara til sálfræðings heldur til þín – því að þú elskar mig.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband